Vorið er á næsta leiti

Vorið er á næsta leiti – álftin að gera sig klára í Kílhrauni.

Segja má að vorið sé á næsta leiti. Hér í Kílhrauni eru farfuglar eru farnir að láta sjá sig á tjörnum og flóðum í Kílhrauni. Álftir, gæsir og endur hafa viðkomu og starrinn er farinn að banka á dyrnar með hreiðurstæði.

Folöld voru skilin frá hryssum þann 29. mars. Að venju var gengið skipulega til verks og gekk því vel að færa stóðið til. Nokkuð var um hnegg og óróleika fyrsta sólarhringinn, en svo jafnaðist þetta allt saman.

Gná frá Kílhrauni

Gná frá Kílhrauni í janúar 2014

Hér má sjá mynd af einu þeirra folalda sem þurfti að yfirgefa mömmu sína. Þetta er Gná frá Kílhrauni, undan Álfi frá Selfossi og Grósku frá Dalbæ. Gná er fædd sumarið 2013.