Folöld

Fyrsta folaldið okkar fæddist 17.maí, við fengum fallegan bleikálóttan hest undan Hróa frá Skeiðháholti og Hervarsdótturinni okkar henni Heru.

HrynjandiHrynjandi og HeraSvo er stokkið af stað

1. júní kom svo sá rauðstjörnótti undan Ekkju og Segli. Enn er ekki útséð hvernig hann verður á litinn.

SómiSómi er líka svolítið forvitinnSómi og Ekkja

27.júni kastaði Lýsa hryssu sem dó í köstun.

5. júli kastaði Hnota rauðum hesti undan Hvin frá Vorsabæ.

Askur     Askur vikugamall

 

Döggin okkar reyndist svo geld, þó svo að hún hafi verið sóneruð fylfull, en það getur víst alltaf gerst.

15.júlí kastaði hún Harpa okkar loksins, hún hefur það fyrir vana að láta heimilisfólkið bíða eftir sér, bara flottust. Hún eignaðist gullfallega jarpa hryssu sem er undan Hvin frá Vorsabæ. Til að halda í hefðina fær hún svo eitthvert fallegt fjallsnafn, því systur hennar heita jú, Hekla, Katla og Askja.

Harpa ný köstuð, Hnota og Askur í rólegheitum á bakvið      ónefnd Hörpudóttir

  • Categories:
  • Óflokkað
  • Tags:
3 Comments
  1. Sæl
    Var að sækja hryssu til ykkar í dag og er að skoða vefinn.
    Hvaða fjallsnöfn eru svo eftir? Skaldbreiður, Baula, Krafla, Esja, man ekki eftir fleirum í bili. Kveðja úr Borgarfirði 🙂

Comments are closed.